MYNDAGALLERÍ
MYNDAGALLERÍ
Ýmsar valdar myndir úr starfseminni
INSTAGRAM GALLERÍIÐ OKKAR
Dýralæknastofa Suðurnesja er að bjóða uppá 30% afslátt á Protexin Cystophan og Cysto Pro.
Protexin Cystophan er bætiefni sem er gert fyrir kettir. Það bætir nýrna og þvagkerfið og einnig getur haft róandi áhrif. Það er mælt með að gefa köttum sem eru stressuð, þau sem eru á urinary sjúkrafóðri og þau sem hafa fengið eða eru reglulega að glíma við þvagfæra vandmál.
Protexin CystoPro er bætiefni fyrir hunda og ketti. Það bætir bæði þvagfæra kerfi og meltingarheilsu dýrs. Skammtastærð fer eftir þyngd.
Það fer að styttast í áramótin og mjög gott að byrja á að huga undirbúning fyrir því.
Kæru viðskiptavinir nær og fjær.
Við á Dýralæknastofu Suðurnesja vildum láta ykkur vita að það verður lokað hjá okkur núna á mánudaginn 17.06.2024.
Einnig vildum við minna ykkur á ef gæludýrin ykkar þurfa lyf, fóður eða annað þá verður hefðbundinn opnunartími á morgun 14.06.24 frá 9:00 til 16:30 og laugardaginn 15.06.24 frá 10:00 til 13:00.
Við óskum ykkur gleðilegan þjóðhátíðardag!
Eigandi er fundin, takk fyrir deilingarnar❤️
Kæru viðskiptavinir.
Núna rétt í þessu var komið með til okkar grá-brúna læðu undir eins árs sem varð fyrir bíl á Njarðarbrautinni rétt hjá Kaffitár. Hún er á lífi og slösuð en ástand er óstöðugt. Hún er ekki örmerkt og við viljum finna eigendur sem fyrst.
Vinsamlegast deildið þessu fyrir okkur ❤️
Kæru viðskiptavinir.
Núna á fimmtudaginn 09.05.2024 er uppstigningardagurinn og þá verður lokað á stofunni. Við óskum ykkur góðan frídag 🌸
Við vildum minna ykkur á að bóka þarf tíma með fyrirvara og þá sérstaklega yfir sumartímann. Ef dýrið þitt þarf á aðgerð, tannhreinsun og framveigis að halda þá er það bókað í gegnum síma 421-0042 eða á staðnum. 🐾
Kæru viðskiptavinir
Starfsfólk stofunnar þarf að gera ráðstafanir vegna ástandsins sem nú stendur yfir. Við munum líklega ekki gera neinar skurðaðgerðir á hundum né stærri aðgerðir á köttum. Bæði er það vegna óáreiðanlegs rafmagns en ekki síst vegna þess að í kjölfar aðgerðar er nauðsynlegt að halda góðum hita á dýrunum og það gæti reynst erfitt í köldum húsum.
Allir hundar og kettir sem koma til okkar og dvelja í hvíldarherberginu hafa hitateppi í sínum búrum auk þess sem hitablásari er í því rými.
Þeir sem eiga bókaðar aðgerðir sem þarf að færa til næstu daga fá símtal frá okkur eftir helgina.
Hlýjar kveðjur til allra tví- og ferfætlinga á Suðurnesjum
Kæru viðskiptavinir
Núna á miðvikudaginn 31.01.2024 verður Dýralæknastofa Suðurnesja 20 ára! Við erum ótrúlega þakklát fyrir ykkar viðskipti í gegnum árin.
Ykkur er boðið að kíkja til okkar í köku og kaffi á miðvikudaginn. Einnig verðum við með 20% afslatt á öllu fóðri frá mánudaginn 29.01 til laugardagsins 03.02. Okkur hlakkar til að taka á móti ykkur.
Dear customers.
Dýralæknastofa Suðurnesja is celebrating a 20 year anniversary on Wednesday the 31.01. We are very thankful for you and we invite you all to celebrate with us! With some cake and coffee 🙌
We will also have a 20% discount of all dog and cat food. From Monday the 29.01 to Saturday the 03.02.
Kæru viðskiptavinir
Dýraauðkenni hefur uppfært síðu sýna. Með þeirri uppfærslu þegar verið er að skrá inn örmerki í fyrsta skiptið þá þarf skráður eigandi að samþykkja skráninguna. Það er gert með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Við vildum minna ykkur á og hvetja ykkur til þess að kíkja á skráningu ykkar gæludýra.
Einnig er mjög gott að uppfæra póstinn / emailið sitt þar inni. 🐾
Það verður opið í dag hjá okkur frá 10 til 13. 🎆
Við þökkum fyrir árið sem er að líða og vonum að þið njótið og farið varlega yfir áramótin. Hlökkum til að taka á móti ykkur 03.01.2024 🫶
The clinic is open today from 10 to 13.
Thank you for 2023 and can’t wait to see you in the new year. We open on the 03.01.2024 🎇
#newyear #veternaryclinic #fireworks #animals
Við hjá Dýralæknastofu Suðurnesja óskum þér og fjölskyldu þinni gleði og friðar yfir hátíðirnar og þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða 🎅
Opnunartími yfir hátíðarnar:
23.12.2023 Þorláksmessa Opið 10:00-13:00
24.12.2023 Aðfangadagur Lokað
25.12.2023 Jóladagur Lokað
26.12.2023 Annar í jólum Lokað
27.12.2023 Miðvikudagur Opið 9:00-16:30
28.12.2023 Fimmtudagur Opið 9:00-16:30
29.12.2023 Föstudagur Opið 9:00-16:30
30.12.2023 Laugardagur Opið 10:00-13:00
31.12.2023 Gamlársdagur Lokað
01.01.2024 Nýársdagur Lokað
02.01.2024 Þriðjudagur Lokað vegna talningar.
English:
Dear customers
The holiday season is approaching and we wanted to thank you all for 2023!
Our opening hours will be:
23.12.23 Regular Saturday 10:00-13:00
24.12.23 Christmas Eve Closed
25.12.23 Christmas Day Closed
26.12.23 The day after Christmas Closed
27.12.23 Wednesday Open 9:00-16:30
28.12.23 Thursday Open 9:00-16:30
29.12.23 Friday Open 9:00-16:30
30.12.23 Saturday Open 10:00-13:00
31.12.23 New Year’s Eve Closed
01.01.24 New Year’s Day Closed
02.01.24 Tuesday Closed
UPPFÆRT : hún er komin í leitirnar! Við þökkum fyrir alla hjálpina.
Kæru viðskiptavinir
Þetta er hún Piper. Sirka 3 mánaða gömul læða sem er með örmerki en enga hálsól. Hún býr á Hringbrautinni og er núna týnd.
Gætuð þið haft augun opin fyrir okkur, henni er sárt saknað.
Ef þið sjáið hana þá megiði endilega senda okkur skilaboð eða hringja í símanúmer 766-4904.
This is Piper, a 3 month old kitten and she is lost. She lives on hringbraut. If you find or see here please let us know here or call the number 766-4904.
Við kynnum með stolti nýjan dýralækni sem hefur hafið störf hjá okkur á Dýralæknastofu Suðurnesja.
Hún heitir Maja Stojchevska og er fædd og uppalin í Norður Makedóníu. Hún útskrifaðist árið 2013 frá Faculty of Veterinary Medicine í Skopje.
Fyrsta starf Maju eftir námslok var sjálfboðastarf í dýragarðinum í Skopje og síðan starfaði hún í sjö og hálft ár sem dýralæknir á dýralæknastofu í Skopje.
Maja og maki hennar eiga köttinn Newton Van De Shulcz sem er skemmtilegur heimilisköttur. Helstu áhugamál Maju eru samvera með fjölskyldu og vinum, útivist og matargerð.
Maja er að leita af húsnæði til leigu á Suðurnesjum helst í Reykjanesbæ. Húsnæðið þyrfti að leyfa gæludýr þar sem kötturinn Newton flytur til landsins í lok nóvember. En þau eru tilbúin að skoða allt sem stendur til boða.
Góðan dag kæru viðskiptavinir.
Núna í september viljum við á Dýralæknastofu Suðurnesja bjóða uppá 20% afslátt á hefðbundni geldingu á fressum og ófrjósemisaðgerð á læðum 😽
En ef þú hefur áhuga á að nýta afsláttinn, þá er hægt að hringja í okkur í síma 421-0042 til þess að bóka í aðgerð. ☀️
Njótið dagsins.
Elsku bestu viðskiptavinir okkar. Við vildum minna ykkur á að það er frídagur verslunarmanna núna á mánudaginn 07.08.2023 og það verður lokað hjá okkur.
Laugardagurinn helst óbreyttur, verður opið 10-13.
Ef um neyðartilfelli eru að ræða þá endilega hringja í neyðarnúmerið 530-4888.
Njótið helgarinnar 🫶
Kæru viðskiptavinir
Nú þegar sumarið er gengið í garð og sumarleyfi starfsmanna eru hafin þá viljum við leggja áherslu á að nauðsynlegt er að panta tíma með meiri fyrirvara en venjulega.
Hægt er að bóka í hefðbundna tíma svo sem árlegar bólusetningar, sónar og aðrar almennar skoðanir í síma 421-0042 og á Noona appinu.
Í aðrar aðgerðir svo sem ófrjósemisaðgerðir, tannaðgerðir og aðrar aðgerðir þá er eingöngu tekið á móti bókunum símleiðis eða í afgreiðslu stofunnar.
Greiðslu möguleikar:
-Reiðufé
-Kort
-Netgríó
Það ríkir mjög mikil gleði hjá okkur á Dýralæknastofu Suðurnesja þessa dagana! Við höfum tekið í notkun nýtt sónartæki af fullkomnustu gerð. Erum við þess fullviss að þessi endurnýjun mun í framtíðinni gagnast vel okkar ágætu viðskiptavinum. 😃
Þetta sónartæki er frá fyrirtækinu Mindray sem hefur lagt mikinn metnað í sérstakar myndgreiningarlausnir fyrir dýralækna. Vetus-serían býður upp á faglegar lausnir fyrir fjölbreytt úrval dýrategunda, allt frá minni gæludýrum til stórra húsdýra. Tækninni hefur fleytt mikið fram á síðustu árum og það er því mikill áfangi fyrir stofuna að bæta stöðugt þann tækjakost sem nauðsynlegur er við starfsemi sem þessa.
We at Dýralæknastofa Suðurnesja are very happy these days. We have invested in a new, very impressive ultrasound device. We value our customers so we want to be able to provide them with the very best service possible.
The device is from the company Mindray, which has placed great pride in special imaging solutions for veterinarians. The Vetus range offers professional veterinary solutions for a wide range of species, from smaller pets to large farm animals. Venus 7 has excellent image quality, easy workflow and powerful smart tools. We are incredibly excited for all of the possibilities!
Model: Kora golden retriever 🤩
Hei hó og jibbí jeij 🇮🇸 kæru viðskiptavinir, núna á laugardaginn er 17.júní og við vildum minna ykkur á að það verður lokað hjá okkur.
Ef um neyðartilfelli er að ræða þá verður hægt að hringja í 530-4888 ☎️
Njótið helgarinnar 😎
Dear customers,
This Saturday is the Icelandic Independence Day and the clinic will be closed. If you have an emergency please call this number 530-4888.
We wish you a great weekend 😊
Kæru viðskiptavinir. Hvítasunnuhelgin er að byrja og við vildum láta ykkur vita að mánudaginn 29.05.2023 verður lokað hjá okkur.
Ef upp koma neyðartilfelli þá er hægt að hringja í 530-4888 🪿
Við óskum ykkur yndislega langa helgi ❤️
Dear customers we wanted to let you know that the animal clinic will be closed on Monday 29.05.2023 because of an Icelandic holiday.
If there is an emergency please call 530-4888.
We hope you have a wonderful long weekend 😊
Kæru viðskiptavinir ☀️
Við vildum minna ykkur á að það sé sumardagurinn fyrsti á morgun og við verðum með lokað.
Opnum aftur á föstudaginn‼️
Ef það koma upp áríðandi mál þá er hægt að hringja í neyðarsímann 530-4888.
English
Happy Summer, we wanted to remind our customers that the clinic will be closed tomorrow but we open on Friday. If anything might come up, you can call this number 530-4888. 💛
Kæru viðskiptavinir og gæludýra eigendur. 🐣
Opnurnartími stofunar:
Lokað verður á skírdag 06.04, föstudaginn langa 07.04 og annan í páskum 10.04.
Laugardaginn 08.04 verður hefðbundinn opnunartími 10 - 13.
Ef koma upp neyðartilfelli utan opnunartíma er vakthafandi dýralæknir á höfuðborgarsvæðinu í síma 530-4888.
English:
Happy Easter 🐰
We wanted to let you know about our opening hours over the holiday.
We will be closed on the 6.04-7.04 and the 10.04.
On Saturday the 8.04 will be open from 10-13.
If there is something that can not wait you can call the emergency number 530-4888.
Það gleður okkur að segja frá því að við höfum nú fest kaup á nýjum blóðgreiningarbúnaði og getum því boðið upp á fjölbreyttari blóðgreiningar en áður á staðnum, hratt og örugglega. Blóðgreiningar eru mjög mikilvægur þáttur í greiningu sjúkdóma og til þess að meta almennt heilsufarsástand dýra.
Auk þess höfum við uppfært myndgreiningarbúnaðinn okkar og getum nú tekið röntgenmyndir af tönnum sem er gríðarlega mikilvæg viðbót við skoðun og meðhöndlun ýmissa kvilla í tönnum og munni.
(Módel: Lillý og Yrja (og Brynja og Íris)) 🐶😊
#idexx #eickemeyer
Sjá meira